Fréttir
Ólafsfjarðarmúla lokað í nótt vegna snjóflóðs
18.01.2021 kl. 23:31
Mynd frá því í desember þegar björgunarsveitarmenn úr Strákum á Siglufirði aðstoðuðu ökumenn á Siglufjarðarvegi. Þar er óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu eins og í Ólafsfjarðarmúla. Mynd af síðu Stráka.
Veginum um ÓIafsfjarðarmúla, á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur, var lokað í kvöld vegna snjóflóðs sem féll yfir veginn og að sögn lögreglunnar á Norðurlandi eystra verður leiðin lokuð að minnsta kosti þar til í birtingu á morgun, þriðjudag. Þá verða aðstæður metnar og ákvörðun tekin um framhaldið. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu, bæði í Ólafsfjarðarmúla og á Siglufjarðarvegi.