Fara í efni
Fréttir

Segir Óðin með verstu aðstöðu íþróttafélaga

„Það er mitt mat að sundfélagið er það félag sem má búa við verstu aðstöðu íþróttafélaga hér í bæ. Félagið hefur enga aðstöðu fyrir rekstur sinn, aðra en eitt herbergi á efri hæð Laugargötu 31, en sú aðstaða er nú ekki upp á marga fiska og væri gaman að vita hvert álit heilbrigðiseftirlitsins væri á þeirri aðstöðu,“ segir Fannar Geir Ásgeirsson, stjórnarmaður í sundfélaginu Óðni, í grein sem hann sendi Akureyri.net til birtingar.

Fannar skrifaði greinina eftir að hafa lesið pistla frá „íþróttafélagunum Þór og KA um aðstöðu- og metnaðarleysi bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar þegar kemur að íþróttamannvirkjum bæjarins. Mikið hjartanlega er ég sammála þeim skrifum. Ég held það megi segja að nær öll íþróttafélög bæjarins búi við lakan kost þegar kemur að aðstöðu, eða réttara sagt aðstöðuleysi.“

Smelltu hér til að lesa grein Fannars Geirs.