Nýr bæjarlistamaður kynntur til leiks í dag
Að venju verður tilkynnt um næsta bæjarlistamann Akureyrar á sumardaginn fyrsta. Það verður gert með myndbandi Vorkomu Akureyrarbæjar sem frumsýnt verður á Facebook-síðu bæjarins kl. 17. Núverandi bæjarlistamaður er Kristján Edelstein tónlistarmaður.
Jafnframt verður veitt heiðursviðurkenning Menningarsjóðs fyrir mikilsvert framlag einstaklings til menningarlífs í bænum. Þá verða veittar jafnréttisviðurkenningar vegna mannréttindamála, að þessu sinni í þremur flokkum, einstaklinga, stofnana eða fyrirtækja og svo félagasamtaka.
Við sama tækifæri verður tilkynnt hver hlýtur sumarstyrk ungra listamanna, en markmið styrksins er að viðkomandi geti dregið úr sumarvinnu með námi og lagt þess í stað stund á list sína, bæði með æfingum og viðburðum. Styrkurinn er veittur árlega til efnilegs listafólks á aldrinum 18-25 ára sem er í framhaldsnámi eða á leið í framhaldsnám.