Fréttir
„Nýjasta tækni og vísindi í snjóhreinsun“
02.02.2023 kl. 18:00
Skjáskot úr myndbandinu
Akureyringar eru almennt afar ánægðir með snjómokstur í bænum, sennilega má segja stoltir af því hvernig staðið er að málum. Í fréttum var á dögunum töluvert fjallað um hve illa gekk að moka á höfuðborgarsvæðinu eftir að þar snjóaði óvenju mikið, og þá sáu margir spaugilegar hliðar á því hvimleiða vandamáli.
Í gær birti Gylfi Gylfason myndband á rás sinni, justicelandic á youtube: Nýjasta tækni og vísindi í snjóhreinsun – þar sem óhætt er að segja að fjallað sé um málið í léttum dúr. Gaman er að geta verið sólarmegin í tilverunni og telja þetta norðlenska grín of gott til þess að sleppa því að benda á það! Sjón er sögu ríkari ...
Smellið hér til þess að horfa á myndbandið