Fara í efni
Fréttir

Notendur norðan Laufáss netlausir

Starfsmenn Tengis að störfum neðan við Laufás í morgun

Íbúar norðan Laufáss í Grýtubakkahreppi hafa verið netlausir síðan snemma í morgun. Vegna mikilla vatnavaxta í Fnjóská sökum krapastíflu hækkaði vatnsborð árinnar um tæpa tvo metra með þeim afleiðingum að ljósleiðarstofnstrengur Tengis fór í sundur laust fyrir klukkan 6.

Öll fjarskiptafyrirtæki sem veita þjónustu um ljósleiðara í Grýtubakkahreppi fara um þennan streng.

Viðgerðateymi fór á staðinn snemma í morgun, en aðstæður eru krefjandi að skv. upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hve langan tíma tekur að gera við, en ekki er ólíklegt að sambandslaust verði fram eftir degi.