Fara í efni
Fréttir

Norðurorka verðlaunuð fyrir jafnrétti

Norðurorka var í hópi þeirra fyrirtækja sem hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnurekstri í gær. Þá fór fram ráðstefnan Jafnrétti er ákvörðun, sem er liður í því að vekja fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til umhugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis með auknum jöfnuði kynja í stjórnunarstöðum.

„Við í Norðurorku erum svo sannarlega stolt af því að hafa verið eitt af þeim fyrirtækjum sem hlaut viðurkenningu jafnvægisvogarinnar að þessu sinni. Það var Einar Ingi Hermannsson sem tók við viðurkenningarskjalinu fyrir okkar hönd en Einar Ingi er einn af fimm öflugum fulltrúum starfsfólks í jafnréttisráði Norðurorku,“ segir á vef fyrirtækisins.

Vefur Norðurorku

Nánar hér á vef Félags kvenna í atvinnurekstri