Fyrsta vélin afgreidd á nýja flughlaðinu

Þau tímamót urðu á Akureyrarflugvelli í gærkvöldi, sunnudagskvöldið 29. október, að fyrsta vélin var afgreidd á nýja flughlaðinu norðan við flugstöðina.
Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og flugumferðarstjóri, birti stutt myndband af flugvélinni á Facebook síðu sinni í dag. Njáll leysir stundum af í flugturninum og var á vakt í gærkvöldi.
„Fyrsta vélin afgreidd á nýja flughlaðinu á Akureyrarflugvelli í gærkvöldi. Það var farþegaþota á vegum Heimsferða (NEOS) sem var að koma í beinu flugi frá Tenerife. Á gamla flughlaðinu var verið að afgreiða aðra vél sem einnig var að sinna millilandaflugi, Prag - Akureyri - Prag. Einstakt að upplifa þetta eftir áratuga baráttu fyrir þessari uppbyggingu. Eftirminnanleg kvöldvakt,“ skrifar Njáll Trausti.