Fara í efni
Fréttir

Naumt tap Þórsara fyrir Fjölnismönnum

Aron Hólm Kristjánsson, hér í leik gegn Valsmönnum fyrr í vetur, var markahæstur Þórsara í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór tapaði naumlega, 26:25, fyrir Fjölni í Reykjavík í kvöld í næst efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, Grill 66 deildinni. Staðan í hálfleik var 14:10 fyrir Fjölni.

Eftir leik kvöldsins er ljóst að Þórsarar fara ekki beint upp úr deildinni, þeir geta í besta falli náð ÍR-ingum að stigum og Reykjavíkurliðið stendur betur að vígi þegar þau tvö eru borin saman. En Þórsarar eru áfram eitt þeirra liða sem eiga möguleika á að næla í annað laust sæti í efstu deild næsta vetur.

Mörk Þórs: Aron Hólm Kristjánsson 7, Arnór Þorri Þorsteinsson 4, Arnþór Gylfi Finnsson 4, Sveinn Aron Sveinsson 4, Brynjar Hólm Grétarsson 3, Jón Ólafur Þorsteinsson 3.

Varin skot: Kristján Páll Steinsson 8, Tómas Ingi Gunnarsson 1.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni