Fara í efni
Fréttir

Nafn mannsins sem lést í Eyjafjarðarsveit

Maður­inn sem fannst lát­inn inn­ar­lega í Eyjaf­irði á laug­ar­dags­kvöld hét Jón­as Vig­fús­son. Hann læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, tvær upp­komn­ar dæt­ur og sjö barna­börn. Þetta kemur fram á mbl.is.

Jón­as hafði verið við smala­mennsku hátt upp í hlíðum Hagár­dals að norðan­verðu þegar viðbragðsaðilum barst beiðni um aðstoð.

Í fréttum hefur verið greint frá því að Jónas hafi látist af slysförum en mbl.is segir að skv. upplýsingum frá ekkju Jónasar sé það ekki rétt. Orsök andlátsins sé ókunn.

Í fréttinni kemur fram að fjöl­skylda Jónas­ar vilji koma á fram­færi inni­legu þakk­læti til viðbragðsaðila en verk­efni björg­un­arliða var mjög erfitt.

Jón­as var fædd­ur árið 1951, bóndi á Litla-Dal í Eyja­fjarðarsveit. Hann var fyrr­ver­andi sveit­ar­stjóri í Eyja­fjarðarsveit og áður í bæði Hrís­ey og á Kjalar­nesi.