Fara í efni
Fréttir

Mjöll Matthíasdóttir kjörin formaður FG

Akureyringurinn Mjöll Matthíasdóttir, grunnskólakennari í Þingeyjarskóla í Aðaldal, hefur verið kjörin formaður Félags grunnskólakennara (FG) til næstu fjögurra ára.

Þrjú voru í framboði, þar á meðal sitjandi formaður, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir. Atkvæði féllu þannig:

  • Mjöll Matthíasdóttir hlaut 1.034 atkvæði, eða 41,53%
  • Pétur V. Georgsson hlaut 593 atkvæði, eða 23,82%
  • Þorgerður Laufey Diðriksdóttir hlaut 738 atkvæði eða 29,64%

Auðir seðlar voru 125 eða 5,02%

Á kjörskrá voru 5.392 og greiddu 2.490 atkvæði eða 46,18%

Atkvæðagreiðslan var rafræn, hófst klukkan 12 mánudaginn 2. maí og lauk klukkan 14 síðastlinn laugardag, 7. maí.

Formannsskipti fara fram á aðalfundi Félags grunnskólakennara sem fram fer í haust.