Mjög hvasst gæti orðið á Akureyri
Veðurstofa Íslands gaf í gær út appelsínugula veðurviðvörun sem nær yfir Norðurland eystra, Norðurland vestra og Strandir og Vestfirði.
Klukkan sjö í morgun var spáð sunnanátt, 18-25 metrum á sekúndu til hádegis, og að staðbundnar hviður yrðu yfir 30 metrum á sekúndu. Veðurstofan segir varasamt ferðaveður á ferðinni, einkum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Enn er lítill sem enginn vindur á Akureyri en spáin óbreytt fyrir landshlutann. Frá hádegi og fram á kvöld gæti orðið mjög hvasst á Akureyri, rúmlega 20 metrar á sekúndur en spáin fyrir landshlutann er suðvestan 20-28 metrar á sekúndu og að staðbundnar hviður fari yfir 40 metra á sekúndu, einkum vestantil á Norðurlandi eystra.
Ef spáin gengur eftir er ljóst að það verður ekkert ferðaveður. Nauðsynlegt er að ganga frá lausamunum til að fyrirbyggja foktjón og er fólki bent á að sýna varkárni.
Sjá nánar á vedur.is.
Samkvæmt veðurefnum blika.is verður hiti á bilinu 7-12 gráður í dag og ekki víst að vindur verði mikill hér á Akureyri. Spálíkan Bliku gerir ráð fyrir áframhaldandi hlýindum eins og sjá má á myndinni hér að neðan.