Fara í efni
Fréttir

Mjög erfið nótt á tjaldsvæðunum

Tjaldsvæðið að Hömrum hefur verið fullt síðustu vikur. Ljósmynd: Axel Darri Þórhallsson.

Talsvert var um það síðustu nótt að fólk í leit að gleðskap reyndi að komast inn á tjaldsvæðin tvö sem voru orðin full og þar af leiðandi lokuð fyrir frekari gestagangi í samræmi við fjöldatakmarkanir. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í hádeginu. Tryggvi Marínósson, framkvæmdastjóri tjaldsvæðanna á Akureyri sagði við RUV að nóttin hefði tekið á. 

„Við lentum í því í gærkvöld og líka aðeins á föstudagskvöld að það flykktist hingað fólk sem vildi fara í partý hérna eins og á útihátíð,“ segir Tryggvi. 

Alls eru tæplega 800 manns á tjaldsvæðunum tveimur, að Hömrum og við Þórunnarstræti. Vegna samkomutakmarkana er mun færri hleypt þangað inn en alla jafna.

Nánar hér á vef RÚV