Fréttir
Miðhúsabraut: vestra hringtorg lokað frá kl. 12
29.08.2024 kl. 10:20
Hringtorg á mótum Miðhúsabrautar, Dalsbrautar og Kjarnagötu verður lokað frá kl. 12 á hádegi og fram á kvöld vegna malbikunar.
Hringtorgi á gatnamótum Miðhúsabrautar, Dalsbrautar og Kjarnagötu verður lokað kl. 12 í dag (fimmtudaginn 29. ágúst) vegna malbikunar. Lokunin varir fram á kvöld. Breyting verður á ferðum strætisvagna, leiða 1, 2, 5 og 6. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu SVA.
- Leiðir 1 og 2 aka fram og til baka um um Miðhúsabraut og snúa við á efra hringtorgi á Naustagötu, við gatnamót Naustagötu og Kjarnagötu.
- Leiðir 5 og 6 aka um Miðhúsabraut milli Þórunnarstrætis og Naustabrautar til þess að komast sinn hring um Hagahverfi.
- Hægt verður að hleypa farþegum inn og út á Miðhúsabrautinni, bara gefa vagnstjóra merki um það.
Akstursleiðir strætisvagna á leiðum 1 og 2 á meðan lokun hringtorgsins varir.
Akstursleiðir strætisvagna, leiða 5 og 6, á meðan lokun hringtorgsins varir.