Langt á undan áætlun - er röðin komin að þér?
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) fær um 6.400 skammta af bóluefni gegn Covid-19 í næstu viku, fleiri en nokkru sinni í einni sendingu. Mun hraðar gengur á „handahófslistann“ svo fjöldi fólks fær bólusetningu mun fyrr en talið var mögulegt – sjá uppfærðan lista hér að neðan.
Pfizer bóluefnið verðu m.a. nýtt í seinni bólusetningu þeirra sem fengu sama efni 26. til 28. maí, skv. upplýsingum frá HSN.
Astra Zeneca bóluefnið mun eingöngu verða notað fyrir seinni bólusetningu.
Nýir skammtar af Pfizer og Janssen bóluefninu verða notaðir samkvæmt handahófs bólusetningalista.
Fólk er hvatt til að skrá símanúmer sín í Heilsuveru, „einnig passa upp á að yngra fólkið og útlendingar sem búa á svæðinu skrái símanúmer sín,“ segir í tilkynningu frá HSN.
Sem fyrr er bólusett á Slökkvistöðinni á Akureyri.
„Handahófslistinn“
Svona leit listinn, sem settur var saman með því að draga árganga af handahófi, þegar Akureyri.net birti hann fyrir tveimur dögum. Þeir árgangar sem nú eru rauðlitaðir ættu allir að geta fengið bólusetningu í næstu viku, margir viku á undan áætlun og árgangar 1973 og 1991 tveimur vikum fyrr en ráðgert var. Athugið að HSN birtir þetta með fyrirvara um breytingu.
Vika 24 – 15. til 18. júní
1967
1974
1995
1999
2001
1968
1984
1988
1982
Vika 25 – 22. til 25. júní
2003
1996
2005
1969
2004
1970
1972
1998
2000
Vika 26 – 29. júní til 2. júlí
1973
1991
1994
1978
1985
1983
1990
1987
1975
1979
1980
Bólusett þriðjudag, miðvikudag og föstudag
Nýjustu upplýsingar frá HSN eru þessar:
- Þriðjudaginn 15. júní er seinni bólusetning með Pfizer. Ekki er hægt að fá fyrri bólusetningu af Pfizer þennan dag. Einnig verður seinni bólusetning þeirra sem fengu Astra Zeneca 30. mars. Þeir einstaklingar verða í forgangi fyrir Astra Zeneca þennan dag. Ef þú vilt flýta seinni Astra Zeneca bóluetningu þinni, máttu koma í lok dags klukkan 16:30 og athuga hvort hægt sé að verða við því. Ráðlagt er að það séu 10 til 12 vikur milli skammta.
- Miðvikudaginn 16. júní verður haldið áfram að bólusetja fyrri bólusetningu með Pfizer og munum við fara áfram niður handahófslista. SMS boð verður send til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er frá klukkan 09:00 til 14:00.
- Föstudaginn 18. júní verður haldið áfram að bólusetja með Janssen og munum við fara áfram niður handahófslista. Athugið að bólusetning með Janssen er einungis eitt skipti. SMS boð verður send til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er frá kl. 09:00 til 14:00.
- Athugið: Ekki er hægt að óska eftir öðru bóluefni en því sem fólk fær boð um.
- Athugið: Árgangur 2005 verður einungis bólusettur miðað við afmælisdag, þ.e. þeir sem náð hafa 16 ára aldri skv. dagatali.
Bólusetning er í boði fyrir:
- Þá sem fá boð um að mæta þessa daga.
- Þá sem eru fæddir 1966 og fyrr.
- Þá sem tilheyra árgangshópi sem búið er að draga út.
- Þá sem hafa fengið boð en hafa ekki nýtt sér það.
Árvakur slökkviliðsmaður hefur jafnan fylgst með nýbólusettum í „hvíldarsalnum“ og svo verður áfram. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.