Megum við lifa mannsæmandi lífi?
„Af hverju erum við svona vond við unga fólkið okkar, lágtekjufólk, barnafjölskyldur, meðaltekjufólk, skuldara, öryrkja og lífeyrisþega? Er þetta mannvonska eða einhvers konar kerfisnauð? Nei, við erum ekki ill en það er eitthvað rotið í kerfinu og myglan víðar en í vatnssósa skólum.“
Þannig kemst Stefán Þór Sæmundsson, kennari og rithöfundur, að orði í grein sem birtist á Akureyri.net í dag þar sem hann veltir enn fyrir íslensku samfélagi.
Hann segir meðal annars: „Tásur á Tene? Nej, for helvede. Herra seðlabankastjóri, það er varla verðbólguhvetjandi að safna sér fyrir utanlandsferð eftir höft og heimóttarskap í kóvíði. Það hlýtur að vera önnur ástæða fyrir því að mánaðarleg afborgun mín af húsnæðisláninu hefur hækkað um 143 þúsund á rúmu ári.“
Smellið hér til að lesa grein Stefáns Þórs