Fara í efni
Fréttir

Matseðlum breytt í skólum bæjarins

Breytingar, sem gerðar verða á matseðlum í leik- og grunnskólum Akureyrar frá og með næstu mánaðamótum, fela m.a. í sér að matseðlarnir eru endurteknir eftir fjórar vikur í stað sjö vikna áður. Með því er sveigjanleiki matráða sagður aukast, til að setja saman matseðil fyrir sinn skóla og nota þær uppskriftir sem þeir vita að falla best í kramið hjá nemendahópnum. Þannig er til dæmis fiskur á matseðlinum í viku eitt en matráðurinn ákveður sjálfur hvaða fiskur það er og hvernig hann er matreiddur. Þetta gerir það að verkum að ekki er sama útfærslan á matnum í öllum skólum, segir á vef sveitarfélagsins.

Samkvæmt tillögum að úrbótum frá Sýni ehf., sem gerði úttekt á matseðlum í skólunum síðasta vor, þarf að auka grænmeti og salat, tryggja að feitur fiskur sé í boði a.m.k. tvisvar í mánuði, auka hlutfall trefjaríkra matvæla og minnka hlut matvæla með mettaða fitu.

Hér er frétt um málið á vef Akureyrarbæjar

Smellið hér til að lesa samantekt frá Sýni vegna úttektar á skólamáltíðum og tillögur að úrbótum.