Fara í efni
Fréttir

Margir óvissir – engar sjálfkrafa greiðslur

Fræðslufundur um ellilífeyri frá Tryggingastofnun verður haldinn í félagsmiðstöðinni Birtu við Bugðusíðu á mánudaginn. Sigríður Stefánsdóttir, formaður fræðslunefndar Félags eldri borgara á Akureyri, fjallar um málið í grein sem birtist á Akureyri.net í morgun.

„Ellilífeyririnn og aðrar greiðslur honum tengdar eru mikilvæg réttindi, en það koma engar greiðslur sjálfkrafa og margir eru óvissir um hvaða reglur gilda. Það er því mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir hvernig á að sækja um og hvaða lífeyrir og viðbótargreiðslur eru möguleg,“ skrifar Sigríður meðal annars.

Hún varpar t.d. fram þessum spurningum:

  • Hvað t.d. er heimilisuppbót, hvernig á að gera tekjuáætlanir og endurskoða þær – hvaða áhrif hafa aðrar tekjur?
  • Hvernig á að sækja um og finna upplýsingar og hafa samskipti við Tryggingastofnun?
  • Hvenær er tímabært að sækja um og hvernig á að nota heimsíðu TR og reiknivélina?

Smellið hér til að lesa grein Sigríðar.