Fara í efni
Fréttir

Málið gegn Aroni Einari fellt niður

Aron Einar Gunnarsson á HM í Rússlandi 2018. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál gegn knattspyrnumönnunum Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni. Síðasta haust lagði kona fram kæru gegn þeim vegna kynferðisbrots eftir landsleik í Kaupmannahöfn árið 2010 og hefur málið verið í rannsókn síðan. DV greindi fyrst frá þessu í gær.

Aron Einar, leikmaður Al-Arabi í Katar, var landsliðsfyrirliði þegar kæran var lögð fram í fyrra en hefur ekki verið í landsliðshópnum eftir að málið kom upp. 

Smellið hér til að lesa yfirlýsingu Arons Einars frá því í fyrra.