Fara í efni
Fréttir

Lögregla varar við veðri og færð í dag

Lögreglan á Norðurlandi eystra vakti athygli á slæmri veðurspá í dag, mánudag, í færslu á Facebook síðu embættisins seint í gærkvöldi.

„Þó svo að sumarið sé komið samkvæmt dagatalinu og fólk farið að ferðast víða þá viljum við vekja sérstaka athygli á veðurspánni fyrir morgundaginn, mánudaginn 14. júní. Gul viðvörun vegna úrkomu fram undir hádegi.

Bendum við öllum á sem þurfa yfir fjallavegi að fara, sérstaklega fyrri hluta dags, að spáð er snjókomu sem gæti valdið mörgum vandræðum ef ekki er vel er að gáð. Fylgist því vel með uppfærðum fréttum á vefjum Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar.“

Smellið hér til að skoða upplýsingar um viðvaranir á vef Veðurstofu Íslands.