Fara í efni
Fréttir

Löður þvær bílinn ókeypis eftir hádegi

Þvottastöð Löðurs er við Grímseyjargötu á Oddeyri, í sama húsi og Lífland. Mynd: Þorgeir Baldursson

Viltu láta þvo bílinn þinn án þess að greiða krónu fyrir? Tækifæri til þess gefst á milli klukkan 13.00 til 15.00 í dag í þvottastöð Löðurs við Grímseyjargötu á Oddeyri.

Tæknimaður hefur unnið við það síðustu tvo daga að fínstilla þvottavélina, að sögn Harðar Inga Þórbjörnssonar, rekstrarstjóra Löðurs. „Við teljum okkur vera mjög ánægða með hvernig hún þvær en til þess að fullvissa okkur myndum við mjög gjarnan vilja fá aðstoð frá Akureyringum í dag og bjóða þeim ókeypis þvott. Við viljum helst fá sem flesta,“ segir Hörður Ingi við Akureyri.net.

Starfsmaður verður á staðnum til að leiðbeina þeim sem þurfa á því að halda.

Þvottastöð Löðurs er við Grímseyjargötu sem fyrr segir; í sama húsi og Lífland, beint ofan við athafnasvæði Kjarnafæðis - Norðlenska.