Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi
Síðdegis á morgun, fimmtudaginn 1. desember, fer fram ljósaganga í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundu ofbeldi. Að göngunni standa Soroptimistaklúbbur Akureyrar, Zontaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbburinn Þórunn hyrna ásamt nemendafélögum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri.
Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi má rekja aftur til ársins 1991. Dagsetning átaksins var valin til að tengja á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Þann 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum og 10. desember er hinn alþjóðlegi mannréttindadagur. Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis.
Gengið verður af stað klukkan 16.30 frá Zontahúsinu, Aðalstræti 54 og að Bjarmahlíð, Aðalstræti 14 þar sem Bjarney Rún Haraldsdóttir, teymisstjóri Bjarmahlíðar, flytur stutt erindi.