Fara í efni
Fréttir

Leysa hvert mál frekar en opna gistiskýli

„Við höfum hingað til ekki séð ástæðu til þess að koma upp gistiskýli fyrir heimilislausa á Akureyri. Við höfum frekar viljað leysa málin þannig að fólki í þessum aðstæðum sé komið í varanlegt húsnæði,“ segir Karólína Gunnarsóttir starfandi sviðstjóri Velferðarsviðs Akureyrarbæjar spurð út í aðstæður heimilislausra á Akureyri og hvort tímabært sé að komið verði upp gistiskýli í bænum eins og er í Reykjavík.

Akureyri.net birti í vikunni viðtal við konu sem stóð á Ráhústorgi og gaf mat til heimilislausra á Akureyri. Rætt var við Karolínu í kjölfar þess til að forvitnast um hver staða heimilislausra væri að mati bæjaryfirvalda.

„Við erum í samstarfi við Rauða krossinn en eins og er þá vitum við ekki af neinum sem er á götunni. En staðan er vissulega breytileg og þessi hópur er mjög rokkandi. Við vitum að á sumrin hafa sumir gist í tjöldum, en oft er þetta lífstíll sem fólk kýs sér sjálft. Við reynum að sinna hverju máli fyrir sig og höfum komið fólki í húsnæðisvanda fyrir á gistiheimilum sem félagsþjónustan hefur greitt að hluta á meðan unnið er að varanlegri lausn.“

„Fólk heldur að það sé enginn heimilislaus“