Fara í efni
Fréttir

Leiðin enn lokuð – meta líkur á frekari skriðum

Ljósmynd af Facebook síðu lögreglunnar

Grenivíkurvegur er enn lokaður eftir að aurskriða féll á hann síðastliðna nótt skamm sunnan við Fagrabæ.

Eftirlitsmaður frá Veðurstofunni hefur verið að störfum í morgun þar sem aurskriðan féll. Lögreglan hefur tekið þátt í vinnunni með dróna sem hefur verið notaður til að mynda umfang skriðunnar og einnig flogið yfir hlíðar fjallsins til að safna gögnum fyrir sérfræðinga Veðurstofunnar. Gert er ráð fyrir að þessi rannsóknarvinna muni standa fram í myrkur. Þetta kemur fram á Facebook síðu lögreglunnar.

Gögnin verða notuð til að meta líkur á frekari aurskriðum og í framhaldi af því verða teknar ákvarðanir um hvort óhætt sé að ryðja aurnum af veginum og opna hann fyrir umferð. Hann er því lokaður enn um sinn, sem fyrr segir, en lögreglan minnir á hjáleið um Dalsmynni.

Frétt frá því í morgun: Óku inn í aurskriðu og útaf veginum – engan sakaði