Fara í efni
Fréttir

Langþreyttur á mjög slæmu ástandi gatna

Sigfús Ólafur Helgason hestamaður og hesthúseigandi í Breiðholtshverfi er orðinn langþreyttur á slæmu ástandi gatna í hesthúsahverfinu. Hann kveðst hafa spurst reglulega fyrir um það í mörg ár hvort ekki standi til að laga göturnar en ekkert gerist nema hvað þær hafi verið heflaðar – sem sé ekki til neins, að hans sögn. Sigfús krefur bæjarstjórn Akureyrar svara um málið í opnu bréfi sem birtist á Akureyri.net í dag.

„Ég veit að það er borgaður fasteignaskattur af 103 hesthúsum í þessu umrædda hverfi svo ekki er hægt að segja að við búum þarna með hestana okkar frítt,“ segir bréfritari.

Smellið hér til að lesa grein Sigfúsar Ólafs.