Fara í efni
Fréttir

Langflestir nálgast fréttir á netmiðlum

Í nýlegri skýrslu Fjölmiðlanefndar um traust í íslensku samfélagi kemur fram að helmingur þátttakenda var mjög eða frekar sammála því að þeir héldu sér upplýstum án þess að fylgjast með fréttum. Þetta kemur fram í grein eftir Skúla Braga Geirdal, sviðsstjóra SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands, sem birtist á Akureyri.net í dag.

Í skýrslunni kemur einnig fram að flestir (32,4%) telja ókeypis fréttamiðla þá mikilvægustu, því næst útvarp (24,0%) og sjónvarp (23,4%). 

Skúli upplýsir í greininni hvaða miðla fólk notaði til þess að nálgast fréttir daginn áður en könnunin var gerð og er niðurstaðan áhugaverð.  Langflestir nota vefmiðla eins og sjá má:

  • 90% - Fréttamiðill á netinu
  • 75% - Samfélagsmiðlar
  • 66% - Útvarp
  • 58% - Sjónvarp
  • 29% - Dagblað
  • 14% - Hlaðvarp
  • 11% - Tímarit/vikublað

Skúli spyr í greininni, í ljósi þess hve margir segja halda sér upplýstum án þess að fylgjast með fréttum: „Treystum við okkur sjálfum betur en fjölmiðlum til að halda okkur upplýstum? Erum við betri í að sannreyna upplýsingar heldur en fagfólk sem starfar á ritstýrðum fjölmiðlum? Er ekki meiri vinna fólgin í því að fylgjast ekki með fréttum og setja þannig alla ábyrgðina á okkur sjálf að halda okkur á floti í upplýsingaflóði nútíma samfélags.“

Smellið hér til að lesa grein Skúla Braga