Fara í efni
Fréttir

Læstur inni í íbúð á vegum bæjarins í 15 ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an.

Þannig hefst umfjöllun Heimildarinnar á laugardaginn um Svein Bjarnason, 35 ára karlmann með mikla fötlun sem þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Greinin birtist í prentaðri útgáfu Heimildarinnar en er einnig aðgengileg áskrifendum á netinu.

Heimildin segir:

„Sex vikur eru síðan hann flutti til Egilsstaða en í fimmtán ár þar á undan, frá því hann var 21 árs, bjó hann í læstri íbúð á vegum velferðarsviðs Akureyrarbæjar. Hann gat ekki sjálfur gengið um útidyrnar heldur þurfti að banka á hurðina til að vera hleypt þar út, en stundum heyrði enginn hann banka. Eftir að hann fékk síma hringdi hann jafnvel þrjátíu sinnum á dag í móður sína, Ásdísi Snjólfsdóttur, oft til að biðja hana um að láta starfsfólk sambýlisins opna útidyrahurðina. Ísskápurinn hans var einnig læstur.“

Akureyri.net mun fjalla nánar um málið síðar.