Litirnir eru fjórir; grár (nýja normið), gulur (vertu á verði), appelsínugulur (aukin hætta) og rauður (alvarlegt ástand).
Kynntu nýtt Covid viðvörunarkerfi
Covid-19 viðvörunarkerfi var kynnt á upplýsingafundi Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis. Kerfið byggir á litum líkt og veðurviðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. Viðvörunarkerfinu er ætlað að auka fyrirsjáanleika til lengri tíma varðandi þær aðgerðir sem grípa þarf til í baráttunni við faraldurinn og lágmarka þannig heildarskaðann sem hann veldur í samfélaginu.
„Alvarlegt ástand“ er nú í gildi hér á landi vegna Covid-19 hérlendis - merkt rautt, sem þýðir m.a. miklar fjöldatakmarkanir. Í ástandinu felast „miklar líkur á mjög miklum samfélagslegum áhrifum. Strangar og íþyngjandi sóttvarnaaðgerðir á samkomum og jafnvel ferðum fólks innanlands. Mikil hætta á smitum og fólk beðið að halda sig innan síns nánasta tengslahóps og fara sérstaklega varlega í þjónustu og umgengni við viðkvæma hópa. Heilbrigðiskerfið er við þolmörk og álag á viðbragðsaðila mikið,“ segir á Covid.is.
Þegar alvarlegt ástand ríkir - rautt - sem nú eru 5-20 manna samkomutakmörk í gildi, tveggja metra nálægðarmörk og grímuskylda í almenningssamgöngum, verslunum, þegar farið er á milli sóttvarnahólfa og í starfsemi sem krefst nándar. Samvera meðal allra nánustu er þó heimil.
Engin ný smit hafa verið greind á Akureyri síðustu dag og enginn liggur á Sjúkrahúsi á Akureyri nú vegna Covid-19.
Ítarlegar upplýsingar eru hér á síðunni covid.is, m.a. um viðmið fyrir skólastarf og íþróttastarf.