Kvennafrídagurinn á Akureyri – MYNDIR
Mikil og góð stemning var á troðfullu Ráðhústorgi á Akureyri í morgun á baráttufundi sem fram fór í tilefni kvennafrídagsins eins og Akureyri.net greindi frá fyrr í dag. Í dag var áhersla ekki síst lögð á að varpa ljósi á að konur verði enn fyrir kerfisbundnu launamisrétti og kynbundnu ofbeldi.
Hljómsveitin Skandall hitaði upp á torginu, Gerður Ósk Hjaltadóttir hitaði mannskapinn upp með dansi og síðan tók dúettinn Drottningarnar nokkur lög. Að því loknu flutti Ásta F. Flosadóttir magnað ávarp, Akureyri.net birti í heild fyrr í dag, Kvennakór Akureyrar tók síðan lagið og að endingu stýrði Villi vandræðaskáld, Vilhjálmur Bragason, hópsöng. Hitt vandræðaskáldið, Sesselja Ólafsdóttir, var kynnir á athöfninni.
„Þrátt fyrir áralanga baráttu búum við enn í samfélagi þar sem langlífasti og útbreiddasti faraldurinn sem við eigum við að etja er kynbundið ofbeldi, ásamt því að framlag kvenna til samfélagsins er gróflega vanmetið.“