Fara í efni
Fréttir

Kvennaathvarfið starfrækt áfram

Mynd af vef Fréttablaðsins.

Kvennaathvarfið á Akureyri mun halda áfram starfsemi eftir að tilraunatímabili þess lýkur um áramót. Athvarfið var stofnaði í ágúst í fyrra og var fyrst um að ræða tilraunaverkefni til hálfs árs. Verkefnið var þá framlengt til næstkomandi áramóta. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

„Nú hefur verið tekin ákvörðun um að athvarfið verði opið áfram og þá ekki sem tilraunaverkefni. Þetta eru miklar gleðifréttir,“ segir Signý Valdimarsdóttir, verkefnastýra Kvennaathvarfsins á Akureyri og félagsráðgjafi í Fréttablaðinu. Hún segir greinilega þörf fyrir starfsemina.

Það sem af er þessu ári hafa sextán einstaklingar dvalið í Kvennaathvarfinu á Akureyri í samtals 600 daga.

Nánar hér á vef Fréttablaðsins.