Fara í efni
Fréttir

Kettir aldrei spurðir álits, hvorki þá né nú

Helgi Jónsson rithöfundur á Akureyri leggur orð í belg í stóra kattamálinu, eins og ákvörðun bæjarstjóarnar Akureyrar hefur verið nefnd; að banna lausagöngu katta í sveitarfélaginu frá 1. janúar 2025.

Helgi segir meðal annars í aðsendri grein á Akureyri.net í morgun:

„Kröfuhörðustu gagnrýnendur tala um að verið sé að breyta eðli katta með þessari reglugerð. Það er ekki satt. Hver flutti hunda og ketti úr sveitinni, þar sem þeir höfðu verið í árhundruð, inn í borgir og bæi, fyrir svona 50-100 árum? Var spurt um eðli katta og hunda þá? Nei, þeir voru beygðir að þörfum og tilfinningum manna. Hvað hefur gerst síðan þá? Ekkert! Síðast þegar ég vissi kunnu kettir ekki að lesa. Ekki einu sinni reglugerðir. Enda eru þeir aldrei spurðir álits. Maðurinn veður áfram í blindni, og sérgæska hans skal ráða för. Aldrei er kötturinn, sem saknar sveitarinnar, spurður álits.“

Smellið hér til að lesa grein Helga