Fara í efni
Fréttir

Keahótel taka við rekstri Sigló Hótels

Aron Pálsson, María Elín Sigurbjörnsdóttir, Róbert Guðfinnsson og Páll L. Sigurjónsson.

Kea­hót­el ehf. hafa tekið við rekstri Sigló Hót­els og tengdr­ar starf­semi. Samn­ing­ur­inn gild­ir til 17 ára og hef­ur þegar tekið gildi, að því er kemur fram í tilkynningu.

Kea­hót­el leig­ir all­an rekst­ur Sigló Hót­els á Sigluf­irði; hótelið sjálft, veit­ingastaðina Sunnu, Rauðku og Hann­es Boy ásamt Sigló gisti­heim­ili. Kvika banki var Sigló Hót­eli til ráðgjaf­ar við gerð samn­ings­ins.

Sigló Hót­el verður það ní­unda í keðju Kea­hót­ela, sem meðal ann­ars reka Hót­el Kea á Ak­ur­eyri, Hót­el Borg í Reykja­vík og Hót­el Kötlu á Vík.

„Þetta er spenn­andi tæki­færi en ég hef mikla trú á svæðinu og er stolt­ur af því að fá Sigló Hót­el í okk­ar raðir. Ég hef mikl­ar vænt­ing­ar til áfram­hald­andi ferðaþjón­ustu á svæðinu. Samn­ing­ur­inn gef­ur færi á að efla markaðsstarf til muna og nýta sam­legðaráhrif hót­elkeðjunn­ar í öfl­ugu sölu- og markaðsstarfi, bæði inn­an­lands og á alþjóðavísu,“ seg­ir Páll L. Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Kea­hót­ela í til­kynn­ing­unni.

Ró­bert Guðfinns­son og fjöl­skylda hans stofnuðu Sigló Hót­el árið 2015. Hót­elið er búið 68 her­bergj­um, þar er að finna veit­ingastað, útipotta­svæði og þurr­gufu. Hót­elið stend­ur við höfn­ina á Sigluf­irði og er orðið eitt af aðal­kenni­leit­um Siglu­fjarðar.

„Núna, þegar við sjá­um fram á að ferðaþjón­ust­an fari að taka við sér eft­ir tvö krefj­andi ár, þá er mik­il þörf á um­tals­verðri end­ur­skipu­lagn­ingu í grein­inni. Við erum stolt af því að hafa náð sam­komu­lagi við Kea­hót­el og að hafa komið rekstr­in­um í góðar hend­ur. Við erum sann­færð um að fé­lag með jafn öfl­uga bak­hjarla og Kea­hót­el er, verði leiðandi afl í ís­lenskri ferðaþjón­ustu á næstu árum,“ seg­ir Ró­bert Guðfinns­son, stofn­andi Sigló Hót­els, í til­kynn­ing­unni.

Aron Páls­son hót­el­stjóri Hót­el Kea verður einnig hót­el­stjóri á Sigló Hót­eli og María Elín Sig­ur­björns­dótt­ir verður áfram aðstoðar­hót­el­stjóri.

„Við mun­um hlúa að því sem vel hef­ur verið gert og meðal ann­ars ein­blína á upp­lif­un­ar­pakka sem boðið hef­ur verið upp á með góðri raun eins og skíðanám­skeið, þyrlu­skíðamennsku, golfi og fleira. Við tök­um við góðu búi þar sem hót­elið er í full­um rekstri og vel mannað góðu starfs­fólki,“ seg­ir Aron Páls­son hót­el­stjóri Sigló Hót­el.