Fara í efni
Fréttir

KEA úthlutaði 20 milljónum í styrki

KEA afhenti styrki að upphæð 20,3 milljónir króna til 50 aðila úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins þann 1. desember. Styrkúthlutunin fór fram í menningarhúsinu Hofi og var þetta í 89. skipti sem veitt er úr sjóðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Íþrótta- og æskulýðsfélaga og Ungra afreksmanna.

Í flokknum Menningar- og samfélagsverkefni hlutu 20 aðilar styrki, alls 4,1 milljónir króna:

  • Kvenfélagið Hildur Bárðardal
  • Ferðafélagið Trölli
  • Heimskautagerðið á Raufarhöfn
  • María Sól Ingólfsdóttir
  • Þórir Örn Jónsson
  • AkureyrarAkademían
  • ICEGIRLS hópurinn
  • Karlakór Akureyrar Geysir
  • Sviðslistahópurinn Hnoðri
  • Félag Harmonikkuunnenda við Eyjafjörð
  • Gellur sem mála í bílskúr
  • Brakkasamtökin og Krabbameinsfélag Akureyrar
  • Vísindaskóli unga fólksins
  • Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri
  • Michael Jón Clarke
  • Leikfélag Menntaskólans á Akureyri
  • Egill Logi Jónasson
  • Rauði krossinn við Eyjafjörð
  • Iðnaðarsafnið á Akureyri
  • Þuríður Helga Kristjánsdóttir

Í flokki Íþróttastyrkja hlutu 15 aðilar styrki, samtals 13,2 milljónir króna:

  • Blakfélag Fjallabyggðar
  • Fimleikafélag Akureyrar
  • Skautafélag Akureyrar
  • Golfklúbbur Fjallabyggðar
  • Hestamannafélagið Léttir
  • KFUM og KFUK Akureyri
  • Íþróttafélagið Völsungur
  • Íþróttafélagið Þór
  • Meistaraflokkur KA/Þór, kvennaráð í handbolta
  • Þór/KA knattspyrna kvenna
  • Skíðafélag Akureyrar
  • Skíðafélag Dalvíkur
  • Sundfélagið Óðinn
  • Sundfélagið Rán
  • Knattspyrnufélag Akureyrar

Í flokki Ungra afreksmanna hlutu 15 aðilar styrk, samtals 3 milljónir króna.

  • Styrmir Þeyr Traustason, píanó
  • Baldur Vilhelmsson, snjóbretti
  • Aldís Kara Bergsdóttir, listskautar
  • Glódís Edda Þuríðardóttir, frjálsar íþróttir
  • Hermann Biering Ottósson, blak
  • Bjarni Guðjón Brynjólfsson, knattspyrna
  • Sveinn Margeir Hauksson, knattspyrna
  • Gígja Björnsdóttir, skíðaganga
  • Anton Orri Hjaltalín, golf
  • Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, knattspyrna
  • Jóhann Gunnar Finnson, fimleikar
  • Salka Sverrisdóttir, fimleikar
  • Draupnir Jarl Kristjánsson, blak
  • Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, badminton
  • Skúli Gunnar Ágústsson, golf