Fara í efni
Fréttir

KEA á nú fjórðungs hlut í Stefnu hugbúnaðarhúsi

KEA keypti í vikunni 10% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu á Akureyri af starfsmönnum fyrirtækisins. Fyrir átti KEA 15% þannig að eignarhlutur félagsins er kominn upp í 25%.

„Stefna er ört vaxandi fyrirtæki á sínu sviði en meginverkefni félagsins snúa að vefhönnun, smíði símasmáforrita og sérhönnuðum hugbúnaðarlausnum. Verkefnastaða félagsins er góð á öllum sviðum og horfur í rekstri félagsins eru góðar en umsvif félagsins hafa vaxið mikið á síðustu árum,“ segir í tilkynningu á vef KEA.

„Við höfum trú á fyrirtækinu, því hefur gengið vel og er að vaxa mikið. Við viljum gera gott fyrirtæki betra með samhentum hópi starfsmanna,“ sagði Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, við Akureyri.net í gær.