Fara í efni
Fréttir

„Kaupfélagshornið“ lokað fram undir helgi

Framkvæmdir á Kaupvangstorgi fyrir hádegi í dag. Mynd af vef Akureyrarbæjar: Almar Alfreðsson.

Gatnamót Kaupvangsstrætis og Hafnarstrætis verða lokuð fram undir helgi vegna framkvæmda, að því er segir á vef Akureyrarbæjar í morgun. Margir Akureyringar kalla staðinn enn „Kaupfélagshornið“ enda stórveldið Kaupfélag Eyfirðinga með höfuðstöðvar í stórhýsi á horninu til áratuga, en nú er farið að kalla hornið Kaupvangstorg.

„Ryðja þarf í burtu hluta af hellulögn og malbika Kaupvangstorgið sjálft. Ákveðið var að flýta framkvæmdinni vegna hagstæðra veðurskilyrða í vikunni. Áætlað er að verkið taki um þrjá daga, því verði lokið fyrir helgi og umferð þá aftur hleypt á gatnamótin,“ segir á vef bæjarins í dag.