Karólína Gunnarsdóttir ráðin sviðsstjóri velferðar
Karólína Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra velferðarsviðs Akureyrarbæjar sem auglýst var laust til umsóknar í mars og hefur hún þegar hafið störf sem sviðsstjóri og tekið við starfinu af Guðrúnu Ólafíu Sigurðardóttur. Alls bárust 19 umsóknir um starfið að því er fram kemur í frétt Akureyrarbæjar.
Karólína lauk prófi frá Þroskaþjálfaskóla Íslands árið 1984. Hún hefur gegnt stöðu þjónustustjóra velferðarsviðs Akureyrarbæjar frá árinu 2021. Karólína starfaði hjá ráðgjafadeild fjölskyldusviðs Akureyrarbæjar á árunum 1997-2019 og gegndi á því tímabili meðal annars starfi verkefnastjóra og forstöðumanns. Hún var forstöðumaður þjónustudeildar fjölskyldusviðs á árunum 2017-2019 og leysti þar sviðsstjóra af í tvígang, 2002-2003 og 2018-2019.
Eftirtalin sóttu um starfið, en umsóknarfrestur rann út í byrjun apríl.
- Ali Taha
- Anna Bryndís Sigurðardóttir, skrifstofustjóri
- Arna Hrönn Aradóttir, verkefnastjóri og ráðgjafi
- Bergþóra Anna Stefánsdóttir
- Constance Ajodo
- Francesco Suriano
- Halldóra K. Hauksdóttir, lögmaður á velferðarsviði Akureyrarbæjar
- Héðinn Svarfdal, verkefnastjóri lýðheilsumála
- Ingibjörg Elín Halldórsdóttir, deildarstjóri Rauða krossins við Eyjafjörð
- Jón Þór Kristjánsson, forstöðumaður
- Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri Múlaþings
- Karólína Gunnarsdóttir, þjónustustjóri
- Munif Manuel Ayoub
- Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari VMA
- Simona Urso
- Steinunn Júlía, hegðunarráðgjafi
- Tara Björt Guðbjartsdóttir, forstöðumaður
- Vilborg Þórarinsdóttir, forstöðumaður barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar, velferðarsviði Akureyrarbæjar
- Þorleifur Kr. Níelsson, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur