Fréttir
Karla- og kvennalið KA taka á móti HK í dag
03.03.2024 kl. 13:30
Hjónin Paula del Olmo og Miguel Mateo Castrillo verði bæði í eldlínunni í dag þegar KA-liðin mæta HK. Ekki er vitað hvort Ariel dóttir þeirra verður í hópi áhorfenda! Myndin var tekin eftir að KA-stelpurnar urðu deildarmeistarar fyrir ári. Ariel var þá rúmlega tveggja mánaða. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Tveir blakleikir eru á dagskrá í KA-heimilinu í dag. Karla- og kvennalið KA verða bæði á ferðinni og er andstæðingurinn HK í báðum tilvikum. Þetta eru síðustu heimaleikir KA-liðanna í deildarkeppninni og kvennaliðið er í hörkubaráttu um að vinna verja deildarmeistaratitilinn frá því í fyrra.
Leikur karlaliðanna hefst kl. 15.30 og kvennaleikurinn kl. 17.45. Báðir verða sýndir beint á sjónvarpsrás KA, KA-TV.