Fara í efni
Fréttir

KA tekur á móti FH – Þór/KA heimsækir Val

Myndir: Ármann Hinrik.

Keppni í efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu, Bestu deildunum, er hafin fyrir nokkru, þremur umferðum lokið hjá körlunum og tveimur hjá konunum. KA á heimaleik í dag í Bestudeild karla og Þór/KA útileik í Bestu deild kvenna.

KA tekur á móti FH á KA-vellinum (Greifavelli) kl. 16:15 í dag. Ekki er ofsögum sagt að bæði lið þurfi á sigri að halda í dag því þessi lið eru í tveimur neðstu sætum deildarinnar að loknum þremur umferðum með eitt stig, FH ofar með betri markamun. Bæði liðin gerðu 2-2 jafntefli við KR, en töpuðu hinum tveimur leikjum sínum.  

  • Íslandsmót karla í knattspyrnu, Besta deildin
    KA-völlur (Greifavöllur) kl. 16:15
    KA - FH

- - -

Keppni í Bestu deild kvenna hófst óvenju snemma í ár og markast það af þátttöku landsliðsins í lokamóti EM í sumar. Hlé verður á deildinni í um fimm vikur frá 21. júní. Þriðja umferð deildarinnar hefst í dag. Þór/KA sækir Val heim að Hlíðarenda.

Þór/KA byrjaði vel með 4-1 útisigri á Víkingi í fyrstu umferðinni, en Valur gerði 0-0 jafntefli við FH. Bæði liðin unnu leiki sína í 2. umferðinni. Þór/KA vann Tindastól 2-1 í Boganum og Valur vann FHL 2-0 á Reyðarfirði. 

  • Íslandsmót kvenna í knattspyrnu, Besta deildin
    Valsvöllur (N1 völlurinn) að Hlíðarenda kl. 17
    Valur - Þór/KA

Þór/KA er á toppi deildainnar, eina liðið sem hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni. Fast á hæla þeirra koma Breiðablik, Þróttur, FH og Valur með fjögur stig.