Fara í efni
Fréttir

Júlí metmánuður í sjúkraflugi

Í nýliðnum júlí voru sjúkraflug á vegum Mýflugs, Slökkviliðs Akureyrar og Sjúkrahússins á Akureyri fleiri en áður í einum mánuði. Flogið var með 128 sjúklinga í 120 flugferðum í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slökkviliðinu.

„Árið 2021 voru farin 893 sjúkraflug sem gera ríflega 70 sjúkraflug að meðaltali á mánuði. Því er þessi aukning talsvert mikil og met mánuður í sögu sjúkraflugsins,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að aukningin sé ekki bara í nýliðnum mánuði heldur séu sjúkraflug fleiri á fyrri hluta árs en áður; á sama tíma á síðasta ári var búið að fara 483 sjúkraflug en þau eru 537 það sem af er ári.

Skipting flugferða í júlí mánuði eftir forgangi er sem hér segir; F1 mesti forgangur:

Einn eða fleiri sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði Akureyrar fara með í hvert sjúkraflug auk þess sem læknir fer með í alvarlegri tilfelli. Í júlí fóru læknar frá SAk í 47 flug, tæplega 40% allra ferðanna.

Hér má sjá hvaðan sjúklingar voru fluttir í júlí; flestir frá Akureyri og Reykjavík.