Fréttir
Jólaundirbúningur í góða veðrinu
31.10.2022 kl. 11:25

Starfsmenn Akureyrarbæjar eru í óðaönn að undirbúa jólin. Guðlaugur Hákon og Piotr unnu við það í morgun að hengja upp jólastjörnur í ljósastaura við Glerárgötu. Rúmlega 50 dagar eru þar til hátíðin gengur í garð og ekki verður kveikt á dýrðinni fyrr en nær dregur jólum, en ákveðið var að nota góða veðrið til undirbúnings.