Janus Guðlaugsson skrifar heilsupistla
„Hnignun á líkamlegri virkni og heilsu á sér stað þegar við eldumst. Við komumst ekki hjá því að taka eftir slíku.“
Þannig hefst pistill eftir Janus Guðlaugsson, doktor í íþrótta- og heilsufræðum, sem birtist á Akureyri.net í dag. Akureyri.net mun birta pistla Janusar reglulega frá og með deginum í dag.
Janus, sem er fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu (og landsliðsmaður bæði í knattspyrnu og handknattleik), starfrækir fyrirtækið Janus heilsuefling sem hefur sérhæft sig í heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri en starfið byggist á niðurstöðum doktorsrannsóknar hans. „Markmið verkefnisins er að koma til móts við einstaklinga sem vilja efla heilsu sína og lífsgæði þrátt fyrir hækkandi aldur,“ segir Janus.
Janus segir einnig í pistli dagsins: „Þrátt fyrir að ýmsar lífeðlisfræðilegar breytingar fari halloka með hækkandi aldri og hægt og rólega eigi sér stað hnignun í helstu kerfum líkamans þá er líkaminn fær um ýmislegt sem áður var talið ómögulegt.“
Smellið hér til að lesa fyrsta pistil Janusar.
Smellið hér til að sjá upplýsingar um kynningarfundinn á Akureyri.