Fara í efni
Fréttir

Jana Salóme kosin ritari í stað Sóleyjar Bjarkar

Ný stjórn og varastjórn VG í Hofi í dag. Jana Salóme er fimmta frá hægri.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, var kjörin í embætti ritara í stjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á landsfundi hreyfingarinnar í Hofi á Akureyri í dag. Sóley Björk Stefánsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri, gegndi embættinu áður en gat ekki kost á sér.

Katrín Jakobsdóttir, formaður og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður, voru bæði sjálfkjörin áfram. Kosið var í embætti ritara á milli Jönu Salóme og Sigríðar Gísladóttur og Steinar Harðarson er nýr gjaldkeri eftir að kosið var á milli hans og Lífar Magneudóttur.

Meðstjórnendur:

Elín Björk Jónasdóttir

Maarit Kaipainen

Pétur Heimisson

Sigríður Gísladóttir

Óli Halldórsson

Hólmfríður Árnadóttir

Andrés Skúlason

Til vara:

Klara Mist Pálsdóttir

Helgi Hlynur Ásgrímsson

Álfheiður Ingadóttir

Guðný Hildur Magnúsdóttir