Íbúum fjölgar á Akureyri
Íbúum Akureyrar hefur fjölgað um 184 frá því 1. desember á síðasta ári. Þetta er fjölgun um 0,9 prósent samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá.
Fækkar í Svalbarðsstrandarhreppi
Ef rýnt er betur í tölurnar fyrir Norðurland eystra þá hefur í heildina fjölgað um 435 manns á svæðinu frá 1. desember 2023 til 1. ágúst 2024. Mest hefur fjölgað á Akureyri en þar á eftir kemur Þingeyjarsveit þar sem fjölgaði um 81 íbúa. Í Norðurþingi fjölgaði um 66 á áðurnefndu tímabili. Á Norðurlandi eystra fækkaði mest í Svalbarðsstrandarhreppi.
Ef horft er á landið í heild sinni þá fjölgaði hlutfallslega mest í Skorradalshreppi en frá 1. desember hefur fjölgað þar um 18 íbúa, eða um 30,5%. Af 63 núverandi sveitarfélögum fækkaði íbúum í 11 sveitarfélögum en fjölgaði eða stóð í stað í 52 sveitarfélögum.
Hér er skrá yfir fjölda íbúa eftir sveitarfélögum í byrjun mánaðarins og samanburð við íbúatölur frá 1. desember fyrir árin 2019-2023.