Íbúum Akureyrar fjölgaði um 416 í fyrra
Íbúum Akureyrar fjölgaði á nýliðnu ári um 416, sem er yfir landsmeðaltali. Íbúar bæjarins voru nú um áramótin 19.640 – fjölgaði um 2,2% en landsmeðaltalið var 2,0%. Árið áður fjölgaði bæjarbúum aðeins um 200.
1. desember 2019 voru Akureyringar 19.024 og 1. desember 2020 voru þeir 19.217. Mánuði síðar, 1. janúar á síðasta ári, voru bæjarbúar 19.224.
Ef svo heldur fram sem horfir gætu Akureyringar náð því langþráða markmiði að ná 20.000 íbúa markinu seint á þessu ári.
Til gamans má geta þess að 10 þúsundasti Akureyringurinn fæddist í apríl 1967 – fyrir tæpum 55 árum. Sá 15 þúsundasti fæddist haustið 1996, tæpum þremur áratugum síðar. Nú eru líkur á að það taki 26 ár að fjölga bæjarbúum um önnur fimm þúsund.
Fjölmennustu byggðarlög landsins nú um áramótin eru þessi:
- Reykjavík 135.699
- Kópavogur 37.936
- Hafnarfjörður 29.986
- Reykjanesbær 20.412
- Akureyri 19.640
- Garðbær 16.924