Fara í efni
Fréttir

Hvetur Akureyringa til að kjósa um skipulagið

Þriðja grein Orra Árnasonar, arkitekts hjá Zeppelin arkitektun, um tillögur að uppbyggingu á Gránufélagsreitnum, birtist á Akureyri.net í dag. Ráðgefandi íbúakosning um tillögu að breytingu aðalskipulags á Oddeyri er hafin eins og greint var frá í morgun.

„Núverandi bæjarstjórn Akureyrar hefur hvorki skoðun né forystu í málinu og treysti sér ekki til að láta kjósa um tillögu okkar, sem rakleiðis hefði leitt til löngu tímabærrar uppbyggingar Gránufélagsreits. Kostirnir sem í boði eru, skilja öll áform um uppbyggingu í lausu lofti, enda óvíst að byggingafélagið SS Byggir haldi málinu til streitu, verandi komið með hugann annað, eftir áralangt og árangurslítið skak á Oddeyrinni,“ segir Orri í greininni.

„Við sem höfum komið að þessu verkefni vitum fyrir víst að fjölmargir vilja búa í Seglunum við Pollinn, enda eru íbúðir í slíkum byggingum miklum gæðum búnar, bjartar og með miklu útsýni og því feykivinsælar og að auki er staðsetningin góð. Fjölmargir vilja líka sjá Oddeyrina loks byggða upp með myndarlegum hætti, með meiri þjónustu, afþreyingu og fjölbreyttara mannlífi. Ekki má horfa framhjá öllu því ágæta fólki, þótt hinir neikvæðu séu háværari. Einungis góð kosning 25 metra tillögunnar gæfi byggingaráformum á Oddeyri byr í seglin. Ég hvet Akureyringa til að kjósa.“

Smellið hér til að lesa grein Orra.

Myndband af nýjustu tillögu Zeppelin arkitekta