Fréttir
Hverra eru óheilindin í flugvallarmálinu?
07.05.2023 kl. 13:35
Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð, segir flugöryggi og lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli brýnt hagsmuna- og öryggismál allra, en sérstaklega íbúa á landsbyggðinni. Þetta kemur fram í grein eftir Ragnar sem birtist á Akureyri.net í dag. Því séu skiljanleg hávær mótmæli landsbyggðar vegna áformaðra framkvæmda í Skerjafirði sem auka óvissu um notagildi flugvallarins en hrópandi þögn margra sveitarstjórnarmanna Framsóknar sé mikið stílbrot gagnvart þessum samhljómi sem hingað til hefur ríkt.
Smellið hér til að lesa grein Ragnars.