Fara í efni
Fréttir

Hverfafundir á Eyrinni og í Naustahverfi

Akureyrarbær heldur áfram fundaröð sem hófst í vor þar sem boðað er til hverfafunda með bæjarstjóra og bæjarfulltrúum í grunnskólum bæjarins. Fram undan eru fundir í Naustaskóla og Oddeyrarskóla í þessari viku.

Á fundunum er lagt upp með tvær meginspurningar:

  • Hvað er gott við hverfið þitt?
  • Hvað mætti betur fara?

Næstu fundir:

  • Miðvikudaginn 18. september kl. 17 í Naustaskóla.
  • Fimmtudaginn 19. september kl. 17 í Oddeyrarskóla.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri opnar hvern fund með stuttu ávarpi, en síðan brjóta íbúar umrædds hverfis spurningarnar tvær hér að ofan til mergjar. Bæjarfulltrúar verða í salnum og hafa það hlutverk að skrifa niður þær hugmyndir, umkvartanir, lof og last, sem fram koma í umræðuhópum íbúanna. Megináhersla verður lögð á að samtalið fari fram á forsendum bæjarbúa, að því er fram kemur í frétt Akureyrarbæjar um hverfafundina

Niðurstöðum fundanna, ábendingum og hugmyndum, verður komið í réttan farveg og á framfæri við stjórnendur sveitarfélagsins og pólitískt kjörna fulltrúa til frekari úrvinnslu.