Fara í efni
Fréttir

Hver verður oddviti í stað Steingríms J?

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, Óli Hall­dórs­son og Ingi­björg Þórðardótt­ir.

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir þingmaður, Óli Hall­dórs­son varaþingmaður og Ingi­björg Þórðardótt­ir fram­halds­skóla­kenn­ari sækj­ast eft­ir því að taka við odd­vita­sæt­i Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Forval VG í kjördæminu hófst á miðnætti og stendur til miðnættis á mánudagskvöld.

Steingrímur J. Sigfússon, sem leitt hefur lista VG í kjördæminu frá upphafi gefur ekki kost á sér sem kunnugt er.

Tólf eru í framboði:

  • Ang­an­týr Ásgeirs­son sál­fræðinemi, Ak­ur­eyri.
  • Ásrún Ýr Gests­dótt­ir byggðaþró­un­ar­nemi, Ak­ur­eyri.
  • Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir þingmaður, Ólafs­firði.
  • Cecil Har­alds­son, fyrr­ver­andi sókn­ar­prest­ur, Seyðis­firði.
  • Ein­ar Gauti Helga­son mat­reiðslu­meist­ari, Ak­ur­eyri.
  • Helga Mar­grét Jó­hann­es­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og meist­ara­nemi, Eyja­fjarðarsveit.
  • Ingi­björg Þórðardótt­ir fram­halds­skóla­kenn­ari, Nes­kaupstað.
  • Jana Salóme Jóseps­dótt­ir vara­bæj­ar­full­trúi, Ak­ur­eyri.
  • Jó­dís Skúla­dótt­ir, lög­fræðing­ur og sveit­ar­stjórn­ar­full­trúi, Múlaþingi.
  • Kári Gauta­son, fram­kvæmda­stjóri þing­flokks VG, Reykja­vík.
  • Óli Halldórs­son, for­stöðumaður og sveit­ar­stjórn­ar­full­trúi, Húsa­vík.
  • Sig­ríður Hlyn­ur Helgu­son Snæ­björns­son bóndi, Þing­eyj­ar­sveit.

Forvalið er rafrænt og hægt er að kjósa með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Leiðbeiningar eru á vg.is og þar kemst fólk inn á kosninguna.

Niður­stöður for­vals­ins verða lagðar til grund­vall­ar að fram­boðslista flokks­ins í alþing­is­kosn­ing­un­um, en þó með þeim fyr­ir­vara að virða þarf regl­ur um kynja­jafn­rétti, ald­urs­dreif­ingu og fleira. Úrslit á að birta fyrir hádegi á þriðjudaginn.