Fréttir
Hvenær verður strætó á ferð um hátíðarnar?
22.12.2022 kl. 15:00
Ljósmynd: María Helena Tryggvadóttir.
Strætisvagnar Akureyrar aka ekki yfir bláhátíðarnar, að því er segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins, en verða á ferðinni sem hér segir:
Þorláksmessa, 23. desember: Hefðbundinn akstur
Aðfangadagur og jóladagur, 24. og 25. desember: Enginn akstur
Annar í jólum, 26. desember: Helgidagaakstur
27.-30. desember: Hefðbundinn akstur
Gamlársdagur og nýársdagur, 31. desember og 1. janúar 2023: Enginn akstur
Frá og með 2. janúar 2023 verður akstur með hefðbundnum hætti
Aukaferð leiðar 6 sem farið hefur frá miðbæ kl. 7.40 verður ekki ekin frá og með 17. desember til og með 6. janúar 2023
Akstur ferliþjónustu er alla virka daga. Utan opnunartíma eru það BSO og verktakar með hjólastólabíla sem sjá um þjónustuna.
Nánar hér um leiðakerfi SVA