Fréttir
Hvaða tækifæri felast í aukinni raforku?
11.11.2021 kl. 06:00
Á rafrænum hádegisfundi í dag verður fjallað um hvaða tækifæri felist í aukinni raforku, einkum hverju Hólasandslína 3 breytir fyrir atvinnurekstur og samfélag við Eyjafjörð.
Yfirskrift fundarins er Aukin raforka í Eyjafirði – tálsýn eða tækifæri?
Það eru Samtök atvinnurekenda á Akureyri sem halda fundinn, í samstarfi við Akureyrarbæ og SSNE. Hann hefst klukkan 11.45 og lýkur klukkan 13.00.
Fulltrúar frá Landsvirkjun og Landsneti flytja stutta fyrirlestra og svo verða málin rædd út frá ýmsum hliðum.
Erindi:
- Þróun afhendingargetu raforku á Norður- og Austurlandi. Gnýr Guðmundsson, yfirmaður greininga og áætlana í raforkukerfinu hjá Landsneti.
- Orkuframboð á Norðurlandi. Úlfar Linnet, forstöðumaður viðskiptaþjónustu hjá Landsvirkjun.
- Tækifæri í nýjum orkuháðum atvinnugreinum. Sigurður Markússon, forstöðumaður nýsköpunar hjá Landsvirkjun.
Fundurinn verður haldinn á Zoom. Hér er hlekkur á fundinn.
Upphaflega stóð til að samkoman yrði á Hótel KEA en í ljósi þróunar Covid-19 faraldursins var ákveðið að hún yrði eingöngu í netheimum.