Fara í efni
Fréttir

Hvað er um að vera sjómannadagshelgina?

Húni II siglir þrisvar á morgun frá Torfunefi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Sjómannadagurinn er á morgun, sunnudag. Þá er ýmislegt á dagskrá á Akureyri og í Grímsey en hátíðahöld verða aftur á móti í dag í Hrísey.

Hrísey – laugardagur 11. júní

10.00 Sigling

11.11 Messa í Hríseyjarkirkju

12.00 Ferjumenn grilla pylsur á svæðinu

13.00 Leikir og sprell á svæðinu

15.00 Kaffisala í íþróttamiðstöðinni

Akureyri – sunnudagur 12. júní

11.00 Sjómannadagsmessa í Glerárkirkju. Stund við minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn hefst kl. 12.00.

11.00 Sjómannamessa í Akureyrarkirkju. 

13.00 Húni II siglir frá Torfunefi og safnar saman bátum við Bótina sem mynda hópsiglingu inn á pollinn klukkan 13.30. Skorað er á smábátaeigendur að taka þátt í siglingunni.

14.00 Sigling með Húna II – allir velkomnir

15.00 Sigling með Húna II – allir velkomnir

Grímsey – sunnudagur 12. júní

10.30 Sjómannadagsmessa og kaffisamsæti í félagsheimilinu Múla að henni lokinni. Þar verður Magnús G. Gunnarsson sóknarprestur kvaddur, en messan er hans síðasta í þjónustu við eyjaskeggja.

14.00 Sjómannadagskaffisala í félagsheimilinu Múla